Það vakti mikla athygli í sumar þegar hinn ungi og efnilegi Gabri Veiga fór frá Celta Vigo til Al Ahli í Sádi-Arabíu.
Veiga er 21 árs gamall og var víða eftirsóttur. Hann ákvað hins vegar að fara til Sádí.
„Ég fór ekki til Sádi-Arabíu fyrir peninginn,“ sagði Veiga í nýju viðtali, þvert á það sem aðrir halda.
Hann segir umhverfið í Sádí spennnandi.
„Þetta var besta leiðin fyrir mig til að þróa mig sem leikmann og vaxa og dafna undir ungum þjálfara, með liði fullu af stjörnum og deild sem fer hratt vaxandi.“