Charlie Savage, fyrrum leikmaður Manchester United, skaut létt á aðstöðumál hjá félaginu í nýju viðtali.
Hinn 20 ára gamli Savage gekk í raðir Reading sem er í ensku C-deildinni frá United í sumar. Hann spilaði einn leik fyrir aðallið United.
Í viðtalinu hrósar Savage æfingasvæði Reading í hástert.
„Ég hafði heyrt að æfingasvæðið væri gott en ekki svona gott. Ef ég á að vera hreinskilinn er það svipað og æfingasvæði United sem stendur,“ sagði Savage.
Aðstaðan hjá United og æfingasvæðið hefur verið harðlega gagnrýnt undnafarið, meðal annars af Cristiano Ronaldo í viðtalinu eftirminnilega við Piers Morgan.