fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Rússar saka Ísland um að brjóta gegn alþjóðasáttmála og krefjast inngrips

Pressan
Fimmtudaginn 12. október 2023 15:58

Pútín er væntanlega brjálaður yfir þessu. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska utanríkisráðuneytið sakar 37 vesturlönd um að brjóta gegn alþjóðasáttmála. Um er að ræða svonefndan Chicago-sáttmála sem er samþykkt um alþjóðaflugmál. Samningur þessi var undirritaður í Chigaco í Bandaríkjunum árið 1944. Um er að ræða einn fyrsta alþjóðlega samninginn sem Ísland átti aðild að.

Rússland telur ljóst að brotið hafi verið gegn þessum sáttmála og hefur farið fram á alþjóðaflugmálastofnunin, ICAO, bregðist við með virkum og hlutlausum hætti. Meint brot á að felast í því að vesturlönd hafi lokað lofthelgi sinni fyrir umferð frá Rússlandi. 37 lönd hafi tekið þátt í þessu broti, 27 aðildarríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Kanada, Bretland, Ísland, Noregur, Sviss, Albanía, Norður-Makedónía, Svartfjallaland og Mónakó.

Rússneska utanríkisráðuneytið hefur lagt fram formlega kvörtun þar sem segir að þessi ríki hafi tekið ólögmæta einhliða ákvörðun um að loka lofthelgi sinni og þar með gerst sek um fordómafullar þvingunaraðgerðir gegn rússneska ríkinu og flugfélögum þess. Meðal annars hafi þessi ríki lokað lofthelgi fyrir rússneskum flugförum, bannað flutninga á flugförum og varahlutum þeirra til Rússlands, sagt upp samningum um viðhaldsþjónustu á rússneskum flugförum og tryggingum þeirra, lagt hald á flugför sem voru utan rússneskrar lögsögu og takmarkað aðgengi að mikilvægum veðurfarsupplýsingum sem nauðsynleg eru fyrir flug.

Með þessu hafi brotlegu ríkin stefnt flugöryggi í hættu og stórskaðað traust milli ríkjanna. Rússland hafi verið meðal leiðandi ríkja á sviðum flugferða og ætli ríkið ekki að sitja aðgerðarlaust á meðan hagsmunir þeirra eru skaðaðir með þessum hætti. Ætlast Rússland til að ICAO muni bregðast við þessum aðstæðum en hér sé um að ræða fordæmalausa lítilsvirðingu við skuldbindingar ríkjanna á alþjóðavettvangi.

Rétt er að minnast þess að í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu var Rússlandi vísað úr ICAO, en það átti sér stað í október á síðasta ári. Rússland krafðist þess að aftur yrði kosið um aðild þeirra en með vísan til fordæmalausra aðstæðna var erindi þeirra hafnað.

Focus greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu