fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Gunnar þarf að greiða 65 milljónir eftir deilur um fasteignakaup – Setti áður félag í næstum tveggja milljarða þrot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. október 2023 21:05

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Gunnar Pétur Árnason til að greiða félaginu Elegance ehf. 65 milljónir króna auk málskostnaðar. Félagið stefndi Gunnari vegna vanefnda á kaupsamningi. Árið 2022 keypti hann af því fasteign og var kaupverðið 85 milljónir króna. Af þeirri upphæð stóð Gunnar ekki skil á 65 milljónum króna og rifti kaupunum vegna meintra vanefnda seljandans.

Umrædd eign var atvinnuhúsnæði, 182,6 fm að stærð. „Milliloft sé yfir öllum salnum sem séu aðrir 182,6 ósamþykktir fm, samtals um 365,2 fm. Búið sé að útbúa góða vinnustofu í öðrum hluta af milliloftinu og byrjað á annarri sem eigi eftir að klára eða breyta í skrifstofur. Þetta sé hús sem bjóði upp á fjölbreytta möguleika, með mikið af bílastæðum í kringum húsið sjálft. Einnig sé góð lofthæð í húsinu ásamt tveimur innkeyrsluhurðum og tveimur gönguhurðum að framan- og aftanverðu við húsið. Búið sé að stúka niður stóra salinn og gera tvö bil úr því sem séu aðskilin með léttum vegg en lítið mál sé að taka hann niður og stækka salinn,“ segir í lýsingu á eigninni í texta dómsins.

Gunnar neitaði að greiða vegna meints forsendubrests. Forsenda fyrir kaupunum hefði verið milliloft sem búið væri að teikna en eftir væri að fá samþykkt. Vegna deilna annarra eigenda í húsinu yrðu milliloftin sennilega ekki samþykkt og skipulagsyfirvöld væru búin að gera kröfu um að taka þau niður. Þar sem um mikinn forsendubrest væri að ræða gæti stefndi ekki klárað viðskiptin nema fá skriflega yfirlýsingu frá byggingaryfirvöldum um að milliloftin mættu standa. Ennfremur sagði hann mikinn leka vera frá þaki.

Seljandinn, Elecance, neitaði því að milliloftin hefðu verið forsenda fyrir kaupunum. Dómarinn í málinu taldi það líka og hann taldi þaklekann ekki vera nægan forsendubrest þar sem hann rýrði ekki verðmæti eignarinnar verulega. Var því gengið að öllum kröfum Elegance og Gunnar dæmdur til að greiða félaginu 65 milljónir króna auk 600 þúsund króna í málskostnað.

Dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu  má lesa hér.

Risagjaldþrot Leigufélagsins

DV greindi í fyrra frá skiptum í þrotabúi Leigufélagsins ehf. sem var lýst gjaldþrota árið 2018, að kröfu Íbúðalánasjóðs sem hafði lánað félaginu stórfé. Eigandi þess var Gunnar Pétur Árnason.

Lýstar kröfur í búið námu hátt í tveimur milljörðum króna eða 1.881.361.210 kr. Töluvert fékkst upp í kröfur, rétt rúmur milljarður, eða 56,12%. Ástæðan var sú að félagið hafði átt margar fasteignir á Akranesi og í Garðinum, sem það leigði út á almennum markaði. Þessum eignum var komið  í verð með sölu við skipti á þrotabúinu. Þetta skýrði hvers vegna rúmlega helmingur fékkst upp í kröfur í búið.

Óvíst er hvort sú fasteign sem var viðfangsefni dómsmálsins sem hér greinir frá var ein af þeim eignum sem komu við sögu í uppgjöri þrotabús Leigufélagsins.

Þá er vert að rifja það upp að þrotabú Leigufélagsins fór í mál við Verkvík-Sandtak og krafðist þess að meint skuld Leigufélagsins við Verkvík-Sandvík yrði ómerkt og greiðslum inn á skuldina rift, en um var að ræða rúmlega 77 milljónir. Þrotabúið tapaði málinu fyrir héraðsdómi en Landsréttur sneri dómnum við og rifti greiðslum Leigufélagsins ehf. á skuld við Verkvík-Byggingar (félagið hafði breytt um nafn í millitíðinni).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“