Arsenal er sagt tilbúið að selja Emile Smith Rowe í janúar en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn Mikel Arteta.
Enski miðjumaðurinn er ofarlega á óskalista Newcastle samkvæmt enskum blöðum.
Newcastle vill helst fá Smith Rowe á láni en Arsenal vill fá inn peninga og vilja 50 milljónir punda fyrir kauða.
Sökum þess er Newcastle sagt ætla að reyna að selja minni spámenn frá sér í þeirri von um að geta fest kaup á Smith Rowe.
Newcastle hefur byrjað tímabilið með miklum ágætum og vann meðal annars frækinn sigur á PSG í Meistaradeildinni.