fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Það sem raunverulega er vitað um fréttirnar af afhöfðun 40 barna í Ísrael

Pressan
Fimmtudaginn 12. október 2023 15:34

Kfar Aza/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóðug átök hafa brotist út milli Hamas-samtakanna og Ísrael. Mannfallið er mikið og fjöldi saklausra einstaklinga fallið í valinn án þess að hafa nokkuð sér til sakar unnið. Fréttirnar sem berast af átakasvæðunum eru sláandi. Ein slík frétt vakti mikla athygli á dögunum. Þar sagði að hörmuleg sjón hafi blasað við hermönnum Ísrael í smábænum Kfar Aza. Þar hafi átt sér stað fjöldamorð á vegum Hamas-samtakanna þar sem 40 börn hafi verið afhöfðuð.

Sky fréttastofan ákvað að kanna uppruna fréttarinnar og finna út hvort nokkuð væri hæft í henni. Þar kom fram að Kfar Aza sé ekki langt frá Gazaströndinni og því hafi Hamas-liðar, sem fóru fótgangandi yfir landamærin til Ísrael, fljótlega komið að smábænum á laugardaginn. Það hafi svo verið fjórum dögum síðar sem blaðamenn fengu boð frá varnarliði Ísrael til að koma í bæinn og sjá þar eyðilegginguna og hörmungarnar sem Hamas skildi þar eftir sig. Meðal gesta var blaðamaður Sky, Stuart Ramsey.

Bara einn blaðamaður sagði frá afhöfðun

Í Kfar Azar hafi hann meðal annars séð lítið barn á líkbörum og körfuboltavöll sem þakinn var líkpokum. Einn blaðamaður frá ísraelsku stöðunni i24 sagðist hafa það frá hermanni að þeir hafi séð lík barna sem höfðu verið afhöfðuð. Þegar Sky fréttastofan leitaði staðfestingar hjá varnarliði Ísrael var svarið þó að ekki væri hægt að staðfesta hversu margir hefðu látið lífið, eða hversu margir þeirra látnu væru börn. Það eina sem væri ljóst væri að þarna hafi átt sér stað fjöldamorð þar sem konur, börn á öllum aldri og eldri borgara hafi verið tekin af lífi með hrottafengnum hætti.

Stuart Ramsey segir að bærinn beri þess merki að þar hafi átt sér stað fjöldamorð og hafi hann heyrt sláandi sögur. Fjölskyldur hafi verið vaktar úr svefni við hávær orðaskipti fyrir utan heimili þeirra. Mæður og feður hafi falið börn sín í skápum, kjöllurum og geymslum. Engin hjálp hafi borist fyrr en 17 klukkustundum eftir að Hamas komu á svæðið þar sem varnarliðið setti þéttbýlli svæði í forgang.

Það hafi þó aðeins verið þessi eini ísraelski blaðamaður sem hafi flutt fréttir af afhöfðum barna. En þá frétt hefur Sky ekki náð að sannreyna. Sá blaðamaður hafi mætt til Kfar Aza með öðrum á þriðjudaginn í boði varnarliðsins. Það sem hún hafi sagt í frétt sinni var að hermenn hefðu lýst því að sjá líkamsleifar barna sem höfðu verið afhöfðuð og fjölskyldur sem höfðu verið skotnar til bana í rúmum sínum.

Í annarri frétt hafi blaðamaðurinn sagt að minnst 40 börn hafi verið flutt á líkbörum. Síðar hafi fjármálaráðherra Ísrael, Yossi Landau, sagst hafa heyrt af 40 ungum drengjum. Sumir hefðu verið brenndir lifandi, aðrir afhöfðaðir og enn aðrir hefðu verið skotnir í höfuðið.

Hvergi fengist staðfest

Hins vegar hafi í raun hvergi komið fram eða fengist staðfest að 40 börn hafi verið afhöfðuð. Blaðamaður Sky, Ramsey, tók þó fram að hann hafi rætt við hermenn á svæðinu og enginn þeirra hafi nefnt að Hamas hafi afhöfðað 40 börn. Ramsey telur að ef slíkt hefði í raun átt sér stað þá hefði einhver sagt honum frá því þegar hann var staddur á vettvangi harmleiksins.

„Það er enginn vafi um að að hrottaleg árás fór fram hér í Kfar Aza og frá henni þurfti að segja, og við sáum líkamsleifar látinna íbúa á heimilum, í bílum og á körfuboltavellinum. En það er mikilvægt að skilja staðreyndir frá getgátum í aðstæðum sem þessum. Og svo það sé skýrt tekið fram þá hefði varnarlið Ísrael auðveldlega getað sagt fjölmiðlum heimsins hvað sem hafi komið í ljós er herinn fór að hreinsa til á svæðinu. Morð og afhöfðun 40 barna var hvorki nefnt við mig né nokkurn í mínu teymi.“

Annar blaðamaður, Oren Ziv, sem starfar fyrir sjálfstæða miðilinn 972mag var líka á svæðinu og náði að ræða við hundruð hermanna. Hann sagði í færslu á X (áður Twitter) að hann hafi hvorki séð nokkuð sem benti til þess að 40 börn hafi verið afhöfðuð né heyrt af slíku frá nokkrum á vegum hersins.

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafði lýst því yfir að hafa séð myndir af afhöfðum barna. En síðar skýrðu talsmenn Hvíta hússins frá því að forsetinn hafi aðeins verið að vísa til frétta um þessa meintu afhöfðanir. Hann hafi ekki séð myndir eða myndbönd sem staðfestu að þetta hefði átt sér stað.

Samkvæmt sérfræðingi Sky í stafrænni rannsóknarblaðamennsku, Victoriu Elms, eru samfélagsmiðlar fullir af misvísandi upplýsingum um ástandið í Ísrael og Gaza. Þar hafi birst myndbönd af átökum í Sýrlandi, myndbönd úr tölvuleikjum og gömul myndbönd af TikTok og því haldið fram að þar mætti sjá atburði síðustu daga á átakasvæðunum. Margir deili þessum fölsku fréttum óviljandi, en þeir sem standi að baki dreifingunni séu að reyna að blekkja almenning.

„Þetta er sérstaklega hættulegt á þessum átakatímum þar sem erfiðara er að sannreyna upplýsingar og myndskeið. Á meðan átökin halda áfram þá hvetjum við fólk til að vera á verði hvað varðar efni á netinu sem er sagt tengjast stríðinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“