fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Segja Bjarna Ben keyra á tilfinningaklámi og vera „klárasta stjórnmálamann Íslandssögunnar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. október 2023 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, kallaður Simmi Vill, halda úti vinsæla hlaðvarpinu 70 mínútur. Í hverjum þætti ræða þeir um helstu fréttir vikunnar. Í síðustu viku hafði Simmi nóg að segja um mál Sölva Tryggvasonar en í nýjasta þættinum sneri umræðan að sjálfsögðu um afsögn fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssonar.

Þeir sögðu að Bjarni væri „klárasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar.“

„Bjarni hefur gert ótrúlega hluti í stjórnmálum og það er ekki annað hægt en að segja að þetta er frábær leikmaður,“ segir Simmi.

„Hann er hinn íslenski Messi. Ekkert af því skafið sko.“

„Einhverjar aumar fimm milljónir“

Simmi tjáði sig fyrst um málið á Facebook í gær og sagði að honum liði eins og hann væri staddur í barnaafmæli að fylgjast með þróun mála í íslenskum stjórnmálum.

Sjá einnig: Simmi Vill orðlaus: „Krakkar, í hvaða krakkaafmæli erum við stödd?“

Þeir ræddu afsögnina nánar í þættinum og virtist Hugi einnig hafa sterkar skoðanir á málinu.

„Hvernig á hann að vita að pabbi hans er með einhverjar aumar fimm milljónir. Ég get lofað þér því að pabbi hans hafði sennilega ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í þessu útboði,“ sagði Hugi.

„Hann er með menn í vinnu […] einhverjir jakkafatastrákar í Crossfit sem eru að fjárfesta fyrir pabba hans. Ég er búinn að segja þetta svona hundrað sinnum. “

Simmi sagði þá: „Ef eitthvað gerist sem er ekki í lagi, þá bara gerist það. Þetta var ekki í lagi, en ég ætla ekki að fara út í lagalegu tæknilegu atriðin á þessu áliti umboðsmanns Alþingis. Það sem kom fólki á óvart var það að hann segir: „Ég tel mikilvægt að virða álit umboðsmanns Alþingis, sérstakur trúnaðarmaður þingsins.“ […] Sko þetta er það sem kom fólki á óvart, að þetta kæmi út úr munni hans. Bara: „Ha? Í alvöru?““

„Hann er að keyra á tilfinningaklámi,“ bætti hann við og sagði þá Hugi: „Og það er bara hárrétt hjá honum.“

Simmi hélt áfram: „Hann er að láta vorkenna sjálfum sér, hann er að fá þjóðina með: „Æi illa farið með hann.““

Þeir ræða nánar um málið og hugsanlegar ástæður Bjarna Ben í spilaranum hér að neðan. Simmi segist trúa því að Bjarni gerði þetta ekki bara til að axla ábyrgð, heldur að eitthvað meira liggi þar að baki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart