fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Samkvæmt ströngustu reglum má Bjarki Gunnlaugsson ekki starfa sem umboðsmaður á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. október 2023 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarki Gunnlaugsson, umboðsmaður hjá Stellar Nordic hefur ekki staðist umboðsmannapróf KSÍ og má því strangt til tekið ekki starfa sem slíkur hér á landi fyrr en hann stenst það.

Aðeins sex umboðsmenn eru nú skráðir hér á landi en nýjar reglur FIFA gera það verkum að umboðsmaður knattspyrnumanna þarf að standast próf hjá knattspyrnusamböndum.

„Þú þarft að vera búinn að taka prófið, hann er ekki kominn í gegnum það ferli,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ sem sé um málefni umboðsmanna hér á landi.

Sex umboðsmenn eru skráðir hjá KSÍ sem eru með leyfi sitt í gegnum KSÍ, fleiri eru þó starfandi með íslenska leikmenn og hafa tekið prófið á öðrum stöðum.

Haukur segir að prófið hafi farið fram í apríl og aftur í september, en aftur fari fram próf í maí þar sem Bjarki geti öðlast sín réttindi.

Eftir að FIFA breytti reglunum sínum þá hefur verið svakalegt fall á heimsvísu á meðal umboðsmanna sem reyna að fá réttindi sín. „Samkvæmt nýjustu reglum þá máttu ekki veita þjónustu sem umboðsmaður ef þú ert ekki með þetta próf,“ segir Haukur en segir að gamlir samningar sem umboðsmenn hafi hjálpað til við séu áfram í gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur