fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fyrrum leiðtogi Hamas: Dagur „heilags stríðs“ á morgun

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 12. október 2023 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Khaled Meshaal, sem var leiðtogi Hamas á árunum 2004 til 2017, segir að dagur „heilags stríðs“ verði á morgun. Kallar hann eftir því að múslimar í Arabaheiminum fari út á götur, mótmæli Ísraelsríki og sýni Palestínu stuðning.

Meshaal, sem í dag er búsettur í Katar, er einn áhrifamesti meðlimur samtakanna og undir hans stjórn fengu samtökin þingmeirihluta árið 2006.

Í ávarpi sem Meshaal hefur birt kallaði hann eftir stuðningi nágrannaþjóða Ísraels og Palestínu og nefndi hann sérstaklega Jórdaníu, Sýrland, Líbanon og Egyptaland. Mikill fjöldi flóttafólks frá Palestínu er búsettur í Jórdaníu og Líbanon.

„Ættbálkar Jórdaníu, synir Jórdaníu, bræður og systur Jórdaníu, þetta er stund sannleikans og landamærin eru nærri ykkur, þið vitið öll hver ykkar ábyrgð er,“ sagði hann í ávarpinu sem Reuters birti. Sagði hann að nú væri tími til að draga fram kenningar um jihad, eða heilagt stríð.

Hamas-samtökin hafa sjálf kallað eftir því að samstöðufundir verði haldnir á morgun, til dæmis í Gaza, á Vesturbakkanum og í Ísrael.

Bandarísk yfirvöld hafa sett sig í samband við yfirvöld í Katar í þeirri von að koma á beinum samskiptum við Hamas-samtökin. Er markmiðið að semja um lausn gísla sem Hamas-samtökin handsömuðu um helgina.

John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að enn sem komið er hafi það ekki borið árangur. Bandarísk stjórnvöld viti ekkert um ástand gíslanna eða hvar þeir eru niðurkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana