fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Erlendum ferðamanni brugðið þegar hann sá drykkjuskapinn hér á landi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. október 2023 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn,“ segir Marta Eiríksdóttir rithöfundur í grein sem birtist á vef Vísis í morgun.

Þar segir hún frá ónefndum erlendum ferðamanni sem kom til landsins í heilsuferð og hlakkaði mikið til að prófa þær fjölmörgu heilsulindir sem eru hér á landi.

Annað kom á daginn

„Hann var búinn að ímynda sér allar þessar heitu náttúrulaugar Íslands og hvernig umgjörðin var í kringum þær. Túristinn átti von á því að þegar komið væri ofan í heita lind þá sæi hann fólk í sömu erindum og hann, að njóta þess að hlúa að góðri heilsu, losa um stirða liði og slaka á í heitu vatninu án áfengis og annarra efna,“ segir hún og bætir við að ferðamaðurinn hafi jafnvel átt von á að geta keypt sér heilsudrykki úr íslensku grænmeti eða erlendum ávöxtum.

„Annað kom á daginn þegar hann byrjaði að aka á milli heilsulindanna í landinu,“ segir hún.

„Á einum staðnum fyrir norðan land, á stað sem honum þótti jafnvel enn áhugaverðari en Bláa lónið, vegna nálægðar við skóginn varð hann fyrir miklum vonbrigðum þegar komið var ofan í á laugardagseftirmiðdegi. Ofan í heitri heilsulindinni var bar og alls staðar var fólk að drekka bjór eða með vínglas í hendi. Það var greinilega vinsælt að koma hingað til að detta í það á laugardegi. Honum brá mikið og þetta eiginlega fyllti mælinn,“ segir Marta og bætir við að ferðamaðurinn hafi spurt sig hvers vegna heilsulindir Íslands séu svona óhollar.

„Hann átti ekki til orð“

Hún segir að túristinn hafi orðið fyrir vonbrigðum á fleiri stöðum þar sem lögð var áhersla á að selja áfenga drykki ofan í gestina.

„Nánast hvergi á eftirsóttustu stöðunum, sá hann hreina heilsueflandi umgjörð. Hann átti ekki til orð. Heilsusamlega ímynd Íslands sem auglýst var með heilsulindum landsins hrundi í huga hans.“

Marta segir að túristinn hafi á örfáum stöðum fengið að upplifa sannar heilsulindir þar sem ekki var lögð áhersla á áfenga drykki. Eru Lýsulaugar á Snæfellsnesi, Giljaböðin í Húsafelli og allar sundlaugar landsins nefndar í því samhengi.

„Þetta voru sannar heilsulindir Íslands að mati hans. Vonandi verða þær fleiri næst þegar túristinn kemur í heilsuferð til Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði

Fá ekki að rannsaka sólarorku á Miðnesheiði
Fréttir
Í gær

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“