Uppært: Hellisheiði hefur verið opnuð á ný en aðstæður eru engu að síður erfiðar og ættu ökumenn að gæta þess að farartæki þeirra séu vel útbúin áður en lagt er af stað.
Eins og spáð hafði verið féll fyrsti snjórinn víða um land í nótt. Hellisheiði var lokað í morgun og Þrengslin, sem voru á einungis fær vel útbúnum bílum. Í frétt RÚV kemur fram að margir bílar sitja þar fastir, bæði í þrengslunum og í Hveradalsbrekku. Borið hefur á því að margir bílar séu illa útbúnir og jafnvel enn á sumardekkjum sem hefur komið mörgum í vanda.
Gular viðvaranir verða víða í gildi fram eftir degi og er ökumönnum ráðlagt að kynna sér ástand vega og veðurspár áður en lagt er í hann.
Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 15-23 syðst fram eftir degi og á Vestfjörðum. Slydda eða snjókoma með köflum, en él norðantil. Norðlægari og rofar til sunna- og vestanlands síðdegis og dregur úr vindi í kvöld og nótt.
Norðan 10-18 m/s og víða él á morgun, hvassast austast, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi.
Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst.