fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Aðeins 34% raftækja skila sér í endurvinnslu – Elko stendur fyrir átaki

Eyjan
Fimmtudaginn 12. október 2023 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tengslum við alþjóðlegan dag raftækjaúrgangs 14. október stendur ELKO fyrir sérstöku átaki til að auka skil á raftækjum til endurvinnslu og að lengja líftíma þeirra. Þá er blásið til vinningsleiks fyrir skil á raftækjum auk þess sem heitið er á tæknideild Fjölsmiðjunnar náist að safna yfir 100 kílóum af snúrum í verslunum ELKO.

Samtökin Weee Forum stofnuðu til alþjóðlegs dags raftækjaúrgangs (e. International e-waste day) árið 2018. Að samtökunum standa yfir 50 fyrirtæki í 33 löndum sem taka á móti raftækjaúrgangi. Markmið átaksins er að vekja athygli á þeim áskorunum sem fylgja raftækjaúrgangi og hvetja fólk til að koma raftækjum í endurvinnslu. Yfirlýst slagorð samtakanna í ár er: „Hægt er að endurvinna allt sem er með kló, rafhlöðu eða snúru.“

Aðeins 34% raftækja skila sér í endurvinnslu

Í ár tekur ELKO fullan þátt í alþjóðlegum degi raftækjaúrgangs og birtir hagnýtar upplýsingar um endurvinnsluferlið. „ELKO hvetur alla landsmenn til að skila inn gömlum raftækjum sem komin eru á enda líftímans. Samkvæmt Úrvinnslusjóði skiluðu sér aðeins 34% raftækja í endurvinnslu hér á landi árið 2021. Sett markmið Úrvinnslusjóðs um söfnun er hins vegar 65%. Við þurfum öll að leggjast á árar til að hægt sé að endurnýta allt hráefnið í tækjunum. Á Íslandi er gjaldfrjálst að skila inn raftækjum. Nýtum okkur það og sýnum ábyrgð,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri ELKO.

Kaupa notuð raftæki

Á alþjóðlegum degi raftækjaúrgangs eru viðskiptavinir hvattir til að koma með gömlu tækin í hringrásarferli ELKO „Fáðu eitthvað fyrir ekkert“ í verslunum fyrirtækisins. „ELKO kaupir notuð raftæki af viðskiptavinum og kemur í ábyrgt hringrásarferli í gegnum samstarfsaðila. Árið 2022 fór til dæmis 91% af Apple tölvum sem skilað var til ELKO í endurnotkun og 9% voru endurnýtt í hráefni. Ekkert fór í urðun,“ segir Óttar. Frá 12. til 29. október eiga allir sem skila tæki í „Fáðu eitthvað fyrir ekkert“ þess kost að vinna 100 þúsund króna gjafakort í ELKO.

Frá og með 14. október býður ELKO einnig fyrirtækjum upp á að kaupa af þeim gömul raftæki og koma í ábyrga endurvinnslu í gegnum fyrirtækjaþjónustu ELKO. „Það er sérstök ánægja að aðstoða fyrirtæki við að koma tækjum í hringrásarferli raftækja, en við bjóðumst til að kaupa notaðar fartölvur, borðtölvur, spjaldtölvur, farsíma og snjallúr. Tækin fara svo í úrvinnslu erlendis og inn í hringrásarhagkerfið,“ segir Óttar. Til að vera með geta fyrirtæki haft samband við fyrirtækjaþjónustu ELKO (b2b@elko.is) og fengið uppgefið áætlað verð fyrir raftækin.

ELKO tekur nú við snúrum til endurvinnslu

Síðustu ár hefur ELKO boðið upp á endurvinnsluskápa í öllum verslunum þar sem tekið er á móti smærri raftækjum, perum, rafhlöðum, blekhylkjum og fartölvum. Nú ætlar ELKO, í samstarfi við fyrirtækið Furu, einnig að taka á móti snúrum og köplum. Snúrurnar eru tættar í frumeindir hér á Íslandi og koparinn unninn úr þeim svo hægt sé að endurnýta hann. Jafnframt ætlar ELKO að gefa 500 þúsund krónur til tæknideildar Fjölsmiðjunnar náist að safna 100 kílóum af snúrum á tímabilinu, en Fjölsmiðjan rekur tæknideild þar sem gömul raftæki eru löguð og yfirfarin og stuðla þannig að hringrásarhagkerfi raftækja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum