fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Katla opnaði sig um furðulega áhugamálið og fékk sílikonpúða frá fylgjanda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 12. október 2023 10:57

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsóttir, hönnuður og eigandi Systur og Makar, mætti í útvarpsþáttinn Ísland vaknar á K100 í morgun með ýmsa furðuhluti sem hún safnar. Eins og nýrnasteina, barnatennur, sögulegan titrara, sílikonpúða og mjaðmakúlu úr norskum karlmanni.

Þáttastjórnendurnir Kristín Sif Björgvinsdóttir og Þór Bæring spurðu Kötlu út í þessa „furðulegu þráhyggju“ að safna slíkum hlutum og hvaðan hún kæmi.

„Ég held að þetta hafi byrjað mest á tönnunum. Mamma safnar og á allar tennurnar úr okkur krökkunum og á naflastrenginn [frá yngsta barninu]. Ég var viss um að hún myndi gera hálsmen úr þessu, úr svona tönnum og naflastrengur í miðjunni,“ sagði Katla, en móðir hennar lét ekki verða að því.

„Ég á eitthvað af tönnum og naflastreng. Ég á nashyrningabjöllu frá 1975 frá Kenýa,“ sagði hún og sýndi Kristínu sem gretti sig.

Fékk gjafir frá fylgjendum

Katla opnaði sig um þetta áhugamál á Instagram fyrir einhverju síðan og áttaði sig á að hún væri alls ekki sú eina sem safnaði svona hlutum. Nokkrir fylgjendur vildu gefa henni hluti í safnið og hefur hún til dæmis fengið sílikonpúða – sem voru áður í umræddum fylgjanda – og lykkju, sem er getnaðarvörn sem er komið fyrir í legi konu. Hún á tvær lykkjur frá tveimur kvenkyns fylgjendum hennar á samfélagsmiðlum.

„Fíllinn í herberginu, hvað gerir þú við þetta?“ Spurði Þór.

„Draumurinn er að smíða í alvörunni skrýtna skápinn. Hann á að vera á ganginum en hann er sirka sex fermetrar þegar hann verður kominn, þannig mig vantar þó nokkuð í viðbót.“

Aðspurð hvað hana langar að bæta við safnið nefnir hún meðal annars fylgju og „eitthvað í formalíni.“

Horfðu á heimsókn Kötlu hér að neðan og sjáðu alla hlutina sem hún kom með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“