fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Dularfullur „pottur“ frá sautjándu öld gæti verið frumstæður kafbátur

Pressan
Mánudaginn 30. október 2023 16:30

Svona lítur þetta út. Mynd:Mel Fisher Museum, Sebastian

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum 40 árum fannst dularfullur hlutur nærri skipsflaki á 50 metra dýpi í Florida Straits, sem er um 65 km vestan við Key West á Flórída. Flakið er af spænsku skipi. Santa Margarita, sem sökk árið 1622.

Þegar þessi hlutur fannst var talið að um risastóran pott, til matseldar, væri að ræða. Hann hefur verið á Mel Fisher safninu í Sebastian á Flórída allar götur síðan 1980.

Nú benda niðurstöður nýrrar rannsóknar til að potturinn geti verið efri hluti frumstæðs kafbáts, einhverskonar bjöllu, sem var notaður þegar reynt var að ná fjársjóði úr skipinu nokkrum árum eftir að það sökk.

Frumstæðir kafbátar af þessu tagi voru stundum notaðir af köfurum á litlu dýpi. Þeir voru opnir að neðan og fullir af lofti.

Sean Kingsley, sjávarfornleifafræðingur, sagði í samtali við Live Science að þegar horft sé á fyrirliggjandi gögn þá bendi allt í eina átt. Að þetta sé hluti af fornum kafbáti. Hluturinn sé allt of stór til að geta verið pottur og beri þess engin merki að hafa komist í tæri við hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi