Skýstrókurinn var hærri en meðalskýstrókar í Bandaríkjunum og fimm sinnum hærri en Empire State byggingin.
Myndbandið var tekið upp þann 30. ágúst og tók Perseverance upp 84 sekúndna myndband af skýstróknum á meðan hann fór yfir hæðardrag í um 4 km fjarlægð.
Hraði skýstróksins var um 19 km/klst og hann var um 61 metri á breidd.
Skýstrókar á Mars eru almennt veikari og lægri en hér á jörðinni að því er segir í tilkynningu frá NASA.