fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Hvaða matur veldur verstu prumpulyktinni?

Pressan
Mánudaginn 30. október 2023 08:30

Hver prumpaði?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein besta aðferðin til að hrekja fólk út úr herbergi er að prumpa. Þrátt fyrir að prump sé hluti af daglegu lífi okkar allra, þá vitum við ótrúlega lítið um hvað myndar það. Spurningin er því hvaða matur veldur mesta prumpinu og hvað matur veldur verstu prumpulyktinni?

Illa lyktandi prump byrjar yfirleitt með kolvetni, sérstaklega þeim ómeltanlegum, sem komast í gegnum magann og efri hluta þarmanna án þess að vera tekin upp í líkamann.

Dr Ali Rezaie, meltingarfæralæknir, sagði í samtali við Live Science að bakteríur þrífist á þessum ómelta sykri sem sé eins og „oktanríkt eldsneyti“ fyrir þær. Þegar bakteríurnar gæða sér á þessum kolefnum mynda þær gas sem getur síðan orðið að prumpi.

En ekki allt gas, sem bakteríur mynda úr mat, verður að illa lyktandi prumpi. Einstaklingur framleiðir 500 til 1.500 millílítra af prumpi á dag, óháð mataræði. Rúmlega 99% af þessu gasi er lyktarlaust að sögn Rezaie.

Meðal þeirra gastegunda sem bakteríurnar framleiða er brennisteinsvetni sem lyktar eins og úldin egg. En hvað varðar að breyta mat í prump þá eru hlutföllin ekki einn á móti einum í maganum. Eric Goldstein, meltingarsérfræðingur, sagði að fólk geti borðað mikið af mat með brennisteini en prumpið muni ekki lykta eins og brennisteinsvetni. Ástæðan sé að aðrar bakteríur, sem vinna gegn þeim sem framleiða brennisteinsvetnið, vinni gegn lyktamenguninni.

Meðal matartegunda sem innihalda brennistein eru baunir, linsur, brokkolí og kál. Þessi matvæli innihalda kolefni sem geta breyst í illa lyktandi gas.

Goldstein og Rezaie sögðu að margir þættir geti haft áhrif á magn prumps og lyktina. Sumt fólk sé viðkvæmara en annað en það sé ekkert ákveðið fæði sem valdi meiri lyktamengun en annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking