fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Rannsaka dularfullt mál tengt háhyrningi

Pressan
Laugardaginn 28. október 2023 16:00

Otrarnir voru í heilu lagi í maga háhyrningsins. Mynd:Sergey V. Fomin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir vísindamenn eru nú að rannsaka dularfullt mál tengt háhyrningi sem fannst dauður á eynni Commander eyjunni sem er í Barentshafi.

Dýrið, sem var kvendýr, var langt frá hefðbundnum veiðislóðum sínum en það sem vakti mesta athygli vísindamanna var að í maga dýrsins voru 8 heilir otrar og einn til viðbótar á milli hálsins og magans.

Otrarnir voru alveg heilir í maga háhyrningsins sem rak á land 2020. Þeir vógu samtals 117 kg. Auk þeirra voru 256 hlutar af smokkfiskum í maga dýrsins.

Þetta kemur fram í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Aquatic Mammals.  Segja vísindamennirnir að hugsanlega hafi hvalurinn drepist af völdum otursins sem var fastur á milli hálsins og magans.

Meðal þess sem vakti mikla athygli vísindamannanna er að háhyrningar éta venjulega ekki otra. Helsta fæða þeirra eru selir, höfrungar og jafnvel aðrar hvalategundir. Þess utan gleypa þeir bráð sína venjulega ekki í heilu lagi, þeir tæta hana í sundur og éta eiginlega bara bestu hlutana (þá feitustu).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi