fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Ónæmar bakteríur eru í mikilli sókn – Hvernig er hægt að koma í veg fyrir að sýklalyf hætti að virka gegn þeim?

Pressan
Laugardaginn 28. október 2023 15:00

Margar bakteríur eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýklalyf eru notuð til að takast á við bakteríusýkingar en bakteríur geta þróað með sér ónæmi gegn sýklalyfjum og það er vandi sem við tökumst nú á við. Sýklalyfjanotkun hefur með tímanum valdið því að margar bakteríur eru orðnar ónæmar fyrir lyfjunum og þar með er virkni sýklalyfja minni en áður.

En hvernig er hægt að hægja á því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum? Þessari spurningu var varpað upp á vef Live Science og svarið er að sögn að draga úr misnotkun sýklalyfja en hún gerir að verkum að bakteríurnar þróa með sér ónæmi.

Þetta er hægt að gera með því að setja skýrar reglur um hvernig læknar ávísa sýklalyfjum og hvernig sjúklingar nota þau við mismunandi aðstæður, til dæmis á sjúkrahúsum og dvalarheimilum. Auk þess þarf að fylgjast vel með hvernig þau eru notuð. Þetta segir bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC.

Markmiðið er að koma í veg fyrir að læknar ávísi sýklalyfjum gegn almennum sýkingum sem lyfin gera ekkert gagn gegn sem og að koma í veg fyrir að þeir gefi sjúklingum „víðtæk“ sýklalyf sem geta drepið margar bakteríur þegar það nægir að nota sýklalyf sem tekst aðeins á við ákveðnar bakteríur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni