fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Leit norskrar fjölskyldu að eyrnalokkum í garðinum endaði ótrúlega

Pressan
Sunnudaginn 29. október 2023 14:00

Þetta var greinilega góður dagur. Mynd:Vibeke Lia/Kulturarv, Vestfold ogTelemark

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var norsk fjölskylda, sem býr á eyjunni Jomfruland, við leit í garðinum sínum en fjölskyldumeðlimur hafði týnt eyrnalokkunum sínum. Fjölskyldan fór því til leitar vopnuð málmleitartæki.

En í stað þess að finna eyrnalokkinn, sem er ekki mjög gamall, fann fjölskyldan tvær bronsskreytingar, sem sérfræðingar segja að hafa eitt sinn verið gullhúðaðar, grafnar bak við tré í garðinum.

Vibeke Lia, fornleifafræðingur, sagði að þessir munir séu hugsanlega fyrstu munirnir frá Víkingaöld, sem var frá 793 til 1066 eftir Krist, sem finnast á eyjunni.  Jomfruland er afskekkt eyja við suðausturströndina. Um 75 manns búa þar og mörg hús þar eru nýtt sem sumarhús.

Um leið og fjölskyldan áttaði sig á að fornmunir væru grafnir við tréð hætti hún að grafa og gerði fornleifafræðingum viðvart.

Lia sagði að nokkrar vörður hafi áður fundist á eyjunni og hafi vísindamenn talið þær vera frá því á Víkingaöld. Hafi hugsanlega verið reistar til að gera tilkall til eyjunnar og siglingaleiðarinnar nærri henni. Hins vegar séu engar vísbendingar um að fólk hafi búið á Jomfruland fyrr en á Miðöldum.

Hún sagði að fjársjóðsfundurinn virðist hafa verið grafinn með konu af höfðingjaættum víkinga og því megi telja að vörðurnar hafi verið reistar af víkingum.

Nælurnar góðu. Mynd:Vibeke Lia/Kulturarv, Vestfold ogTelemark
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni