fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Kvefið þitt getur hugsanlega varað í rúmlega mánuð

Pressan
Laugardaginn 28. október 2023 13:00

Hann er greinilega sárþjáður af flensu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að sýkingar í efri hluta öndunarfæranna  geti varað mun lengur en flestir halda, jafnvel í rúmar fjórar vikur.

Adrian Martineau, prófessor í öndunarfærasjúkdómum og ónæmi og einn af höfundum rannsóknarinnar, sagði í samtali við The Guardian að ef niðurstöðurnar eru réttar, þá sé það ekki aðeins COVID sem geti valdið langvarandi sjúkdómum á borð við hósta, magaverki og niðurgang.

„Niðurstöðurnar geta kannski skýrt þá upplifun margra, sem hafa glímt við langvarandi sjúkdómseinkenni eftir öndunarfærasýkingu, þrátt fyrir neikvætt COVID-19-sýni,“ sagði hann.

Niðurstöðurnar benda þó ekki til að einkennin séu jafn mikil og langvarandi eins og við COVID-19 smit.

Rannsóknin var gerð á Queen Mary University í Lundúnum og byggist á gögnum um 10.203 einstaklinga. 22% þeirra voru með langvarandi einkenni sem tengdust ekki COVID-19.

Martineau sagði að fólk, sem er með COVID-19, sé líklegra til að finna fyrir skertu bragð- og lyktarskyni auk svima. Það upplifir einnig frekar mikinn hjartslátt, svita og hártap.

Hjá þeim, sem ekki voru með COVID-19, upplifðu fleiri hósta og hálsbólgu.

Báðir hóparnir fundu fyrir öndunarörðugleikum og örmögnun.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeim mun meira sem kvefið er, þeim mun meiri líkur eru á að finna fyrir langvarandi einkennum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu