„Strákarnir eru ferskir og allir eru mjög spenntir að spila á föstudag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen landsliðsmaður við 433.is í dag. Ísland mætir á föstudag Lúxemborg í undankeppni EM 2024.
Íslenska liðið tapaði illa 3-1 gegn Lúxemborg í fyrri leiknum ytra og ætlar sér betri hluti.
„Við ætlum okkur að vera betri á föstudag og mæta almennilega til leiks.“
Andri var með U21 árs landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga en er nú mættur í A-landsleiðið á ný.
„Það er gaman að hitta strákana aftur og geta verið partur af þessu,“ sagði Andri um það.
Ísland mætir svo Liechtenstein á mánudag og var Andri spurður út í það hvort leikirnir sem framundan eru séu skyldusigrar.
„Ég verð eiginlega að segja það. Það gekk ekki vel á móti Lúxemborg síðast en við ætlum algjörlega að gera betur núna. Við áttum frábæran sigur úti á móti Liechtenstein og við ætlum að taka þrjú stig aftur af þeim á mánudag.“
Andri hefur verið að raða inn mörkum með Lyngby og vonast til að taka gengið með inn í landsliðsboltann.
„Það gengur vel. Maður er með sjálfstraust og þá nýtur maður þess að spila fótbolta.“
Ítarlegra viðtal við Andra er í spilaranum.