fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Nauðgari dæmdur í fangelsi – Kenndi fórnarlömbunum um

Pressan
Fimmtudaginn 12. október 2023 13:54

Karl Calder-Harley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Calder-Harley, 26 ára, var nýlega dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað þremur unglingsstúlkum og fyrir að hafa stundað kynlíf með stúlku undir lögaldri.

Sky News skýrir frá þessu og segir að dómari hafi sagt að Harley hafi ekki sýnt nein merki iðrunar. Hann er sagður hafa kennt fórnarlömbum sínum um ofbeldisverkin.

Það var dómstóll í Edinborg í Skotlandi sem dæmdi Harley í fangelsi. Fyrir dómi kom fram að hann hafi sótt unglingsstúlkuna, sem hann stundaði kynlíf með, í skólann þar sem hún var í skólabúningi sínum.

Lögreglumaður, sem bar vitni, sagði að Harley hafi sýnt af sér „stjórnsemi og ofbeldisfulla hegðun gagnvart fórnarlömbunum“.

Fyrsta nauðgunin átti sér stað á tímabilinu frá júní 2013 til júní 2014 en þá var Harley um 18 ára gamall. Hann þrýsti þá höfði unglingsstúlku niður í kodda og neyddi hana til að vera í rúminu þrátt fyrir að hún grátbæði hann um að hætta.

Næsta fórnarlambi, sem var 15 ára, nauðgaði hann á tímabilinu apríl 2016 til júní 2017. Hann var einnig fundinn sekur um að hafa stundað kynlíf með henni þegar hún var undir lögaldri.

Þriðja fórnarlambið var 13 ára þegar hún varð fyrir barðinu á Harley. Hann komst í samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi