fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Loka frönskum skólum vegna veggjalúsafaraldurs

Pressan
Fimmtudaginn 12. október 2023 07:00

Veggjalýs eru óvelkomnar á flestum stöðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk yfirvöld hafa neyðst til að loka sjö skólum vegna veggjalúsafaraldurs. Gabriel Attal, menntamálaráðherra, sagði í samtali við France 5 sjónvarpsstöðina að „málin hrúgist upp“ og að „tafarlausra aðgerða sé þörf“.

Hann sagði að veggjalýs hafi fundist í 17 stofnunum og nú sé búið að loka sjö þeirra.

The Guardian segir að franska ríkisstjórnin hafi fundað nokkrum sinnum í síðustu viku vegna sívaxandi veggjalúsavanda á sama tíma og HM í ruðningi fer fram í landinu og París er að undirbúa sig undir Ólympíuleikana á næsta ári.

Attal sagði að þrátt fyrir að sjö skólum hafi verið lokað þá sé rétt að hafa í huga að um 60.000 opinberar stofnanir séu í landinu og það séu aðeins nokkrar sem hafi verið lokað en hins vegar sé rétt að tilfellum veggjalúsafaraldurs fari fjölgandi. Tafarlausra aðgerða sé þörf þegar slík tilfelli koma upp, þannig að hægt sé að grípa til aðgerða innan sólarhrings.

Bókasafn í Amiens var opnað á nýjan leik á laugardaginn eftir að hafa verið lokað í nokkra daga eftir að veggjalýs sáust í lessal þess. Sérþjálfaðir hundar voru notaðir til að leita að veggjalús eftir að eitrað hafði verið á safninu og fundu þeir þá engin ummerki um þessi hvimleiðu dýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu