Andros Townsend er búinn að gera skammtímasamning við úrvalsdeildarfélagið Luton Town.
Hinn 32 ára gamli Townsend hafði verið samningslaus frá því hann yfirgaf Everton í sumar en nú er hann mættur í boltann á ný.
Samningur Townsend í Luton gildir aðeins út þetta ár.
Townsend hefur á ferlinum spilað fyrir lið á borð við Tottenham, Newcastle og Crystal Palace, auk Everton.
Luton er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og situr í sautjánda sæti með 4 stig eftir átta leiki.
Welcome @andros_townsend! ✍️
— Luton Town FC (@LutonTown) October 11, 2023