fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Nýjasta spjallþáttadramað – Þrír handritshöfundar neita að snúa aftur eftir framgöngu leikkonunnar

Fókus
Miðvikudaginn 11. október 2023 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Drew Berrymore hefur síðustu ár getið sér gott orð sem spjallþáttastjórnandi. Hún kom sér þó í klandur fyrir um mánuði síðan þegar tilkynnt var að þættir hennar færu í loftið samkvæmt áætlun þrátt fyrir verkfall handritshöfunda. Áttu þættirnir að halda sínu striki án handritshöfundanna sem við þá störfuðu, en þetta þótti blaut tuska framan í réttindabaráttu stéttarinnar.

Í kjölfarið afboðaði fjöldi gesta sig og leikkonan fékk yfir sig harða gagnrýni. Hún ákvað að bregðast fljótt við og tilkynnti að sýningu þáttanna yrði frestað þar til verkfallið væri leyst.

Nú er verkfallið búið og því hægt að hefjast handa að nýju, en framganga Drew er hvorki geymd né gleymd í tilviki þriggja handritshöfunda, þeirra Chelsea White, Cristina Kinon og Liz Koe, en allar þrjár hafa afþakkað að snúa aftur til starfa. Handritshöfundarnir þrír höfðu látið vel í sér heyra eftir að Drew boðaði óbreytta sýningu þáttanna. Þær efndu til kröfugöngu fyrir utan heimili leikkonunnar sem þær sögðu hafa afhjúpað skoðanir sínar á handritshöfundum – að þeir skipti hreinlega engu máli.

Þann 10. september ákvað leikkonan að verja ákvörðun sína og skrifað á netinu að hún stæði með ákvörðun sinni. Hún minnti á að hún hafi staðið með leikurum í þeirra verkfalli í vor og neitaði meðal annars að mæta á verðlaunaafhendingar, þó hún sjálf væri tilnefnd. Henni þætti leitt að þessi ákvörðun væri særandi fyrir handritshöfunda en hún væri ekki að fara að brjóta neinar verkfallsreglur og það væru fleiri störf í húfi en þeirra. Hún var grátklökk í myndbandi þar sem hún rakti þessa ákvörðun sína, en var þó fljót að eyða myndbandinu þegar það varð til þess að hún fékk harðari gagnrýni yfir sig, og nú frá nafntoguðum stórstjörnum. Kollegar Drew helltu sér yfir hana og sögðu hana grafa undan réttindabaráttu handritshöfunda. Hún væri að vinna á móti baráttunni og á sama tíma væri hún að væla í myndbandi og vorkenna sér fyrir að hafa fengið yfir sig gagnrýni.

Aðeins sjö dögum síðar birti Drew aðra færslu þar sem hún sagðist heyra gagnrýnina og hefði nú ákveðið að fresta sýningu þáttanna fram yfir verkfall. „Ég finn engin orð til að tjá hversu leitt mér þykir að hafa sært fólk, og þá sérstaklega frábæra starfsfólkið okkar sem vinnur við þættina og hafa gert þá að því sem þeir eru.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“