Sumir eiga erfitt með að sjá tölurnar á sjónhverfingunni hér að neðan, ef þú ert einn af þeim þá gæti það sagt ýmislegt um aksturshæfileika þína.
Twitter-notandinn Benonwine birti myndina með spurningunni: „Sérðu tölu? Ef svo er, hvaða tölu?“
Margir netverjar áttu erfitt með að sjá allar tölurnar.
Svarið er hér að neðan.
–
–
–
–
–
Sumir sáu tölurnar: 4 5 2 8 3
Hins vegar eru tvær aðrar tölur, sitthvorum megin við talnarununa.
Réttar tölur eru: 3 4 5 2 8 3 9
Sjónhverfingin athugar blæbrigðanæmi (e. contrast sensitivity) , sem er er hæfnin til að sjá skýrar útlínur smárra hluta, eða geta greint örlítinn mun á skyggingum og mynstrum.
Fólk sem hefur takmarkaða blæbrigðanæmi ættu að forðast að keyra í myrkri, í þoku eða rigningu.