Segir leikarinn og hlaðvarpsstjórnandinn Ásgrímur Geir Logason, betur þekktur sem Ási, um ferlið eftir skilnað.
Ási var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í síðustu viku. Hann á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni og opnar sig um ferlið eftir skilnaðinn, að deila forræði og fleira í þættinum.
Í spilaranum hér að ofan útskýrir hann hvað hann hefði viljað vita þegar hann var að ganga í gegnum skilnað og hvaða ráð hann vill gefa öðrum í sömu stöðu.
Ási segir að hafa einhvern til að hlusta á þig, einhvern sem er hlutlaus og situr bara og hlustar, hjálpar mikið. En það sem hjálpar ekki er þegar vinir reyna að sýna stuðning með því að tala illa um hinn aðilann.
„Líka bara, það er ekkert að hjálpa mér í mínum bata. Það skiptir engu máli,“ segir hann.
Horfðu á þáttinn með Ásgrími í heild sinni hér. Þú getur einnig hlustað á hann á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fylgdu Ásgrími á Instagram og hlustaðu á Betri helminginn með Ása hér.