fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Þetta hafði Magnea að segja um framkomu vinkvennanna – „Við erum bullies og við niðurlægðum hana“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 09:21

Skjáskot/TikTok @lxsforever

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanaríferð LXS-dívanna var ekki laus við drama og virtist Magnea Björg Jónsdóttir eiga eitthvað sökótt við hópinn.

Áhrifavaldavinkonurnar Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Einarsdóttir, Ína María Norðfjörð og Magnea Björg skipa hópinn LXS og koma fram í samnefndum raunveruleikaþætti á Stöð 2.

Í síðustu tveimur þáttum hefur verið mikil spenna í loftinu og virtist dramað ná nýjum hæðum í síðasta þætti þegar Magnea rauk frá borði á Kanarí og sagðist vera „hætt í þessu. Ég þarf ekkert á þessu fokking LXS tv show að halda.“

Sjá einnig: Dramað náði nýjum hæðum – „Svo ætlið þið að hafa þetta og gera mig að einhverju fokking fífli“

Í stiklu fyrir næsta þátt, sem verður sýndur í kvöld, má sjá eftirmála rifrildisins og hvað Magnea hafði að segja um „árás“ vinkvennanna.

Skjáskot/Stöð 2

„Við vorum að ráðast á hana“

Leikkonan Kristín Pétursdóttir er í upphaflega LXS hópnum og fór með vinkonunum til Kanarí, hún var ekki í kvöldverðinum þar sem rifrildið byrjaði, en ræddi við Birgittu, Ínu og Sunnevu eftir samtal við Magneu.

She feels attacked sko,“ sagði Kristín.

Upplýsingarnar virtust koma Birgittu Líf og Ínu Maríu verulega á óvart. Sunneva fór þá að spjalla við Magneu og kom svo til baka.

„Við erum bullies og við niðurlægðum hana og við vorum að ráðast á hana,“ sagði hún um það sem Magnea hafði sagt við hana.

„Ég tók oft upp hanskann fyrir hana!“ sagði Ína María. „Hún mun örugglega segja að ég var verst eða eitthvað.“

Kristín Péturs staðfesti að svo væri. „Jú hún sagði að Ína væri hræsnari.“

Horfðu á klippuna hér að neðan.

@lxsforever💎LXS S2 lokaþáttur á morgun💎♬ original sound – LXS

Sjá einnig: Magnea fékk nóg af Birgittu – „Það eru fleiri í þessum heimi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram