John Obi Mikel fyrurm miðjumaður Chelsea segir að Erik ten Hag stjóri Manchester Unied beri ábyrgð á því að Jadon Sancho sé nú í kuldanum og í veseni hjá félaginu
Ten Hag mætti opinberlega og gagnrýndi Sancho fyrir að æfa ekki nógu vel, Sancho svaraði fyrir sig með yfirlýsingu og sagðist verulega ósáttur.
Síðan þá hefur Sancho ekki fengið að æfa með United og er framtíð hans hjá félaginu í uppnámi, hann neitar að biðjast afsökunar.
„Það eru allir að ræða það að Sancho biðjist ekki afsökunar en ég hef nú aðra skoðun á því. Erik ten Hag hefði aldrei átt að ræða málefni hans svona opinberlega,“ segir Obi Mikel.
„Þegar svona hlutir komu upp í tíð Sir Alex Ferguson þá var það leyst innanhúss, þetta segja allir fyrrum leikmenn United.“
„Ef það er ákvörðun að leikmaðurinn sé ekki með þá er það ákvörðun, þú getur ekki mætt opinberlega og sagt að leikmaðurinn æfi ekki nógu vel.“