Jude Bellingham miðjumaður Real Madrid og liðsfélagar hans þurfa nú að fara eftir reglum tengdum bílum sem þeir mæta á æfingum.
Bellingham kom til Real Madrid í sumar en stórveldið á Spáni hefur tekið upp sömu reglur og eru hjá FC Bayern.
Bellingham og félagar verða að mæta á BMW bíl á æfingar og verður það að vera rafmagnsbíl.
Allir leikmenn Real Madrid fengu nýjan BMW rafmagnsbíl á dögunum en með því vill spænska félagið reyna að hjálpa til við að stöðva hlýnun jarðarinnar.
Bellingham er 20 ára gamall en hann kom til Real Madrid í sumar og hefur byrjað gjörsamlega frábærlega á Spáni.
EF leikmenn Real Madrid mæta ekki á BMW bílnum á æfingar fá þeir sekt en þessar sömu reglur gilda hjá FC Bayern þar sem allir verða að mæta á Audi bíl á æfingar.