Góðhjartaður David Beckham tók upp símann á dögunum og hringdi í Harry Maguire sem hefur átt í verulegum vandræðum innan vallar.
Maguire hefur fengið mikla gagnrýni á sig síðustu mánuði og á köflum hefur mörgum þótt það of mikið hreinlega.
Í landsleik gegn Skotlandi á dögunum fögnuðu stuðningsmenn Skota þegar Maguire kom við sögu en hann skoraði síðar sjálfsmark í leiknum.
„ÉG talaði við Beckham eftir leikinn gegn Skotlandi, hann hringdi í mig og það var mjög vel gert hjá honum. Ég kunni virkilega að meta það,“ segir Maguire.
„Símtalið var mér allt, ég hef talað um Beckham sem mann sem ég leit upp til og horfði á sem ungur strákur.“
„Því miður endaði ég ekki á kantinum að skora og leggja upp mörk, hann var fyrirmynd fyrir mig sem ungur drengur. Þetta símtal sannar hversu góð manneskja hann er.“