fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Biden með þungorða aðvörun til annarra ríkja vegna stríðsins í Ísrael

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. október 2023 09:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden tók flauelshanskana af sér í gær þegar hann ræddi um stöðu mála í Ísrael á fréttamannafundi í Hvíta húsinu. Þetta er að minnsta kosti mat fréttaskýrenda og fleiri.

Biden ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, skömmu fyrir fréttamannafundinn og hét honum fullum stuðningi Bandaríkjanna vegna yfirstandandi átaka í Ísrael.

„Hér er um hreina og klára illmennsku að ræða. Það verður að stöðva hana. Við stöndum með Ísrael,“ sagði Biden við fréttamenn.

Í Washington eru orð Biden túlkuð sem samþykki Biden við þær öflugu aðgerðir sem Ísraelsher hefur gripið til í kjölfar árásanna á laugardaginn og sem samþykki við þær aðgerðir sem gripið verður til síðar. Reiknað er með að herinn hefji stórsókn gegn Hamas og stuðningsmönnum hryðjuverkasamtakanna á Gaza á næstu dögum.  CNN hefur þetta eftir stjórnmálaskýrendum.

Biden varaði önnur ríki og samtök á svæðinu við að blanda sér í átökin. „Ég segi bara: „Látið það eiga sig.““ Þetta sagði hann margoft og lagði áherslu á að Bandaríkin séu með hersveitir á svæðinu, þar á meðal stærsta flugmóðurskip heims og F-16 og F-35 orustuþotur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT