fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Sölvi opnar sig um viðtalið umtalaða – „Líf mitt verður aldrei eins“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 10:00

Sölvi Tryggvason Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður heldur í dag útgáfufögnuð nýrrar bókar sinnar,  Skuggar – Saga falls, útskúfunar, upprisu og uppgjörs. Í bókinni fjallar Sölvi um reynslu sína af því að vera slaufað og gerir þennan örlagaríka tíma í lífi sínu upp.

Kápa bókarinnar

Sjá einnig: Sölvi gefur út bók um reynslu sína af slaufun og útskúfun

„Ósönn slúður­saga, þar sem hann var rang­lega bendlaður við sví­v­irðileg­an glæp, fór á flug á sam­fé­lags­miðlum og fjöl­miðlar hentu hana á lofti. Við tók hvirfil­byl­ur sam­fé­lagsum­ræðunn­ar sem jókst enn með til­kynn­ingu um að kon­ur hefðu kært Sölva til lög­reglu. Á einni viku fór hann frá hápunkti fer­ils síns yfir í að missa mann­orð sitt og lífsviður­væri. Fallið var hátt, Sölva var út­skúfað úr sam­fé­lag­inu og lagði á flótta út í lönd,“ segir í umsögn um bókina í tilkynningu um útgáfu bókarinnar á vef Sögu útgáfu.

Mál Sölva var á allra vörum og samfélagsmiðlum og umdeilt viðtal hans við sjálfan sig og lögmann sinn í hlaðvarpsþætti hans varð enn til að auka á umræðuna.

Sjá einnig: Sölvi stígur fram í einstöku viðtali og afhjúpar söguburðinn – „Mér var hótað mannorðsmissi“

Hér má lesa einn kafla úr bók­inni þar sem Sölvi skrifar um viðtalið umdeilda:

Ef mig hefði bara grunað þarna hvað þessi litla hugmynd um þetta tiltekna viðtal ætti eftir að draga mikinn dilk á eftir sér og hvað þetta ætti eftir að verða afdrifarík ákvörðun. Þessir dagar eru enn óraunverulegir og ég sé það núna úr baksýnisspeglinum að ég tók allt of stórar ákvarðanir þegar ég hefði átt að einbeita mér að því að ná jafnvægi áður en ég ákvæði nokkurn skapaðan hlut. Ég var augljóslega hvorki í standi til að hugsa rökrétt né til þess að sitja í viðtali á þessum tímapunkti. Þegar ég sendi frá mér yfirlýsinguna, skömmu áður, hafði ég sérstaklega tilgreint að ég treysti mér ekki til að tjá mig frekar um málið. Betra væri að ég hefði farið eftir því. Mér leið lengi eins og að þeir sem voru að ráðleggja mér þarna hefðu átt að hafa vit fyrir mér, en staðreyndin er sú að ég ber einfaldlega fulla ábyrgð á þessu viðtali sjálfur. Ég var í mjög slæmu ásigkomulagi þegar viðtalið var tekið, ósofinn og ringlaður og tilfinningarnar sem ég fór með inn í viðtalið voru miklar. 

Ég brotnaði ítrekað saman og þarf líklega ekki að hafa mörg orð um það, enda horfðu nærri eitt hundrað þúsund Íslendingar á viðtalið þá viku sem það var í loftinu. Í viðtalinu, þar sem við Saga sátum saman, reyndi ég að bera af mér söguna um vændiskonuna. Eftir á að hyggja er mjög auðvelt að draga þá ályktun að þetta viðtal hafi verið stórkostleg mistök. Allt sem ég sagði þarna er sannleikanum samkvæmt, en ég sé núna að ég var í sjálfhverfuástandi og í allt of miklum fórnarlambsgír. Ég er nokkuð viss um að ef ég hefði verið í góðu jafnvægi og vel tengdur þegar viðtalið átti sér stað hefði ég tjáð mig allt öðruvísi. Líklega vildi einhver partur af mér að allir fengju að sjá hvað ég væri mikið fórnarlamb og það kann ekki góðri lukku að stýra. 

Líf mitt verður aldrei eins eftir þetta viðtal en kannski var það líka nauðsynlegt. Á ævi okkar allra eru augnablik sem eru þess eðlis að lífið mótast af þeirri ákvörðun sem þar er tekin. Þetta er slíkt augnablik í mínu lífi.

Sagan um að ég hafi verið gerandi í glæpnum er röng og auðvitað vissi ég það allan tímann. Hún hefur verið hrakin og brotamaðurinn hefur nú verið dæmdur í fangelsi. Það er þó auðvelt að sjá það núna að atburðarásin gat ekki stoppað þarna. Til þess var málið orðið of stórt og það stækkaði enn frekar eftir viðtalið.

Það var ekki fyrr en eftir viðtalið sem ég fékk á mig fleiri nafnlausar ásakanir í fjölmiðlum, sem síðar urðu að kærum. Auðvitað mun ég aldrei vita með vissu hvernig hlutirnir hefðu þróast ef viðtalið hefði ekki verið birt og það er tilgangslaust að velta sér upp úr því, þó að ég hafi gert það lengi á eftir. Það má líka horfa á málið þannig að áralöng hegðunarmynstur mín hefðu alltaf komið í bakið á mér með einhverjum hætti.

Eftirköst viðtalsins

Þó að ég hafi sagt satt frá í viðtalinu örlagaríka hefði ég aldrei átt að setja það í loftið. Það var aldrei ætlun mín að hvítþvo mig af öllum samskiptum mínum við konur í gegnum tíðina eða reyna að mála mig upp sem fullkominn mann þótt orð mín hafi verið túlkuð þannig. Þvert á móti hefði ég fyrstur allra verið tilbúinn að viðurkenna að ég er ekki flekklaus af slæmum samskiptum í ástarsamböndum. Í viðtalinu var ég einfaldlega að tjá mig um það hvernig það er að vera opinberlega ásakaður um að hafa verið handtekinn fyrir að lemja konu þegar það var lygi frá a til ö. Staðreyndin er sú að býsna margir voru búnir að stimpla mig ofbeldismann án þess að vita nokkuð um málið, höfðu bara trúað kjaftasögum sem fjölmiðlar meðhöndluðu sem sannleika. Það var því engin stemning fyrir vælandi Sölva í samfélaginu og í raun skipti engu máli hvort það sem ég sagði í viðtalinu var satt eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“