Þetta er að verða forseti Bandaríkjanna. Hann hefur sjálfur tröllatrú á sér og hæfileikum sínum til að gegna embættinu.
Í samtali við sjónvarpsmanninn Howard Stern sagði Schwarzenegger að hann væri búinn að gefa þennan draum upp á bátinn. „Ég er viss um að ég yrði frábær forseti. Mér finnst ég hafa orkuna í það og viljann til að þjappa fólki saman,“ sagði hann.
Hann getur ekki orðið forseti því hann fæddist í Austurríki en eitt af skilyrðunum fyrir að geta boðið sig fram til forseta í Bandaríkjunum er að viðkomandi þarf að vera „innfæddur“ Bandaríkjamaður.
Ekki eru allir á eitt um hvernig á að túlka þetta ákvæði en samt sem áður hefur Schwarzenegger gefið drauminn upp á bátinn.
Stern sagði honum að hann „telji hann geta sigrað í forsetakosningum“ og tók Schwarzenegger undir það og sagði: „Þú hefur alveg rétt fyrir þér. Svo margir hafa sagt við mig: „Ég vildi óska að þú gætir orðið forsetinn okkar.““