fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Óvænt tíðindi af Seinfeld – „Það mun eitthvað gerast“

Pressan
Miðvikudaginn 11. október 2023 04:05

Jerry Seinfeld til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna eflaust eftir grínþáttunum „Seinfeld“ en þeir nutu mikilla vinsælda á sínum tíma en nú er aldarfjórðungur liðinn síðan þeir voru sýndir í sjónvarpi. En nú berast óvænt tíðindi af þáttaröðinni.

Jerry Seinfeld, sem þáttaröðin er kennd við, kom fram í Wang leikhúsinu í Boston á laugardaginn með uppistand. Óhætt er að segja að hann hafi komið áhorfendum á óvart.

Hann lét ummæli falla sem má skilja á þann veg að hugsanlega sé þáttaröðin að snúa aftur, að minnsta kosti með nýjan lokaþátt. NBC Boston skýrir frá þessu.

Á uppistandinu bauð Seinfeld áhorfendum að spyrja spurninga. Barst umræðan þá að þáttaröðinni vinsælu og þeirri staðreynd að áhorfendur voru almennt séð ekki mjög hrifnir af lokaþættinum. Einn áhorfendanna spurði Seinfeld því hvað honum fyndist sjálfum um lokaþáttinn.

„Já, ég er með smá leyndarmál fyrir þig um lokaþáttinn. En ég get eiginlega ekki sagt þér frá þessu, því þetta er leyndarmál. En það sem ég get sagt, mátt þú ekki segja neinum. Það mun eitthvað gerast sem tengist lokaþættinum, sem hefur ekki gerst enn,“ sagði Seinfeld.

Lokaþátturinn var sýndur í tveimur hlutum og sneru margir af fyrri persónum þáttanna aftur í þeim. Þátturinn hefur oft verið sagður versti endirinn á nokkurri þáttaröð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi