fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Þess vegna á Hamas svona mikið af vopnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. október 2023 19:00

Hamasliðar labba í gegnum gat á öryggisvegg Ísraelsmanna. Skjáskot Youtube-síða ísraelska hersins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Palestínsku hryðjuverkasamtökin Hamas eru einangruð frá umheiminum og starfa á örlitlu svæði, Gaza. Þrátt fyrir það eiga samtökin stór vopnabúr sem gerir þeim kleift að berjast eins og her. Þessu fengu Ísraelsmenn að kenna á síðasta laugardag þegar Hamasliðar réðust á þá. Hörð átök hafa staðið yfir síðan þá og mannfallið er gríðarlegt.

En hvernig stendur á því að Hamas á svona mikið af vopnum þegar samtökin eru einangruð frá umheiminum?

Jótlandspósturinn leitaði svara við því hjá Karsten Marrup, majór hjá danska varnarmálaskólanum. Hann sagðist telja að vopnabúr Hamas geri samtökunum kleift að starfa eins og her.

Hann sagði að vopnabúr Hamas sé stórt og fjölbreytt, þar á meðal flugskeyti og skammdrægar eldflaugar. Auk þess sé þar að finna skriðdrekaflaugar, loftvarnaflaugar og fleiri vopn.

The National segir að Hamas hafi skotið um 3.000 flugskeytum á bæi í Ísrael og hafi þannig valdið svo miklu álagi á „Iron Dome“ loftvarnarkerfi Ísraels en það er talið eitt fullkomnast kerfi þessarar tegundar í heiminum.

Hvað varðar það hvaðan vopnin koma þá sagði Marrup að Hamasliðar smíði sjálfir Qassam-flugskeyti sín en fái einnig mikinn stuðning frá Íran og Sýrlandi gegn því að há það stríð gegn Ísrael sem ríkin tvö geta ekki sjálf háð vegna þess að þá muni alþjóðasamfélagið blanda sér í málin.

BBC skrifaði fyrir tveimur árum að vopnum sé yfirleitt smyglað sjóleiðis til Gaza og einnig sé oft notast við göng sem liggja til Gaza. Samband Hamas við Íran og Sýrland er náið og og hafa ríkin látið Hamas mikið af vopnum í té í gegnum tíðina. En stærsti hlutinn af vopnunum er framleiddur á Gaza.

Margir fjölmiðlar og sérfræðingar segja að Íranar hafi ekki aðeins stutt Hamas með vopnum, heldur einnig með tækniþekkingu og þannig gert Hamas kleift að framleiða vopn. Íranar hafa vísað þessu á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“