fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Stund hefndarinnar er runnin upp á Gaza

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. október 2023 04:05

Hamasliðar myrtu fjölda ungmenna sem voru á tónlistarhátíð í Ísrael.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öflugur Ísraelsher er reiðubúinn til að beita gríðarlegu afli á Gaza, eins og forsætisráðherra landsins hefur heitið að gera.  Allt varalið hersins, 300.000 manns, hefur verið kallað út og ljóst er að Ísraelsmenn undirbúa sig undir miklar hernaðaraðgerðir á Gaza. Frá því að Hamasliðar gerðu árás á Ísrael á laugardaginn hafa Ísraelsmenn svarað fyrir sig af hörku og gert linnulausar loftárásir á Gaza. Líklegt þykir að þeir muni einnig grípa til landhernaðar á Gaza þrátt fyrir að það sé ekki hættulaust.

En Ísraelsmenn þurfa einnig að huga að norðurlandamærum sínum, landamærunum við Líbanon en þar hafast Hizbollaliðar við en þeir eru leppar Írana og eru vel vopnum búnir.

Í ræðu, sem Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, flutti fyrr í vikunni sagði hann að loftárásir á mörg hundruð skotmörk á Gaza væru aðeins upphafið á hefndinni vegna árásarinnar á laugardaginn. Hefnd sem margar kynslóðir óvina Ísraels munu muna.

Ísraelsher er nú að byggja upp mikinn liðsafnað við Gaza en ríkisstjórnin hefur sagt að landhernaður sé nauðsynlegur til að gera út af við Hamas.

Það hefur ekki haldið aftur af Ísraelsmönnum að Hamas hefur hótað að taka gísla af lífi ef loftárásir eru gerðar á Gaza án þess að senda viðvörun fyrst til íbúanna. Það hefur hingað til verið óskrifuð regla í átökum Ísraels og Hamas að þegar Ísraelsmenn gera loftárásir á Gaza senda þeir viðvörun fyrst um hvert skotmarkið er svo óbreyttir borgarar hafi tækifæri til að forða sér. Nú hafa Ísraelsmenn hætt að senda viðvaranir af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu