fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Heilbrigðiseftirlitið mætti á staðinn þar sem vinnuvélarnar eru geymdar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 11. október 2023 16:30

Vélarnar fara í taugarnar á íbúum við Langholtsveg. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fór á staðinn á Langholtsveg þar sem vinnuvélar hafa verið geymdar um þriggja mánaða skeið. Metið verður hvort tækin séu í geymslu og verður eiganda þá gert að fjarlæga þau.

DV fjallaði um málið á mánudag. En stórar vinnuvélar og trukkur pípulagnafyrirtækis hafa teppt bílastæði, bæði fyrir íbúum í þeim húsum sem keyptu pípulagningarverkið og nágrönnum. Greint var frá því að íbúarnir hafi kvartað yfir því hvað verkið gengi hægt og að stundum væri ekkert unnið í því vikum saman.

Verður metið seinna í vikunni

Guðjón Ingi Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi segir að kvartanir hafi borist, en eftir að DV fjallaði um málið.

„Starfsmaður HER [Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur] fór á staðinn í dag og þá var vörubílinn farinn en tækin voru á sama stað,“ segir Guðjón Ingi. „Að sögn starfsmanns virtist sem framkvæmdir væru enn í gangi við Langholtsveg 134. Ákveðið var að aðhafast ekki í dag en fara aftur á vettvang síðar í vikunni til að meta hvort tækin séu í notkun eða bara í geymslu. Ef niðurstaðan verður að þau séu bara geymd þarna má búast við að límdur verði á þau viðvörunarmiði og eiganda þá væntanlega gefinn tveggja vikna frestur til að fjarlægja þau.“

Samviska verktaka

Guðjón Ingi segir að heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til að fjarlægja númerslausa bíla, bílflök og lausamuni. Lagt er áhersla á að fjarlægja númerslausa bíla og lausamuni, bílum sem er mengungarhætta af eða slysahætta. Ekki bíla eða lausamuni á einkalóðum eða fjöleignarhúsalóðum.

Sjá einnig:

Íbúar pirraðir á stórvirkum vinnutækjum – Hafa teppt stæðin í þrjá mánuði

Eftir að kvörtun berst fer starfsmaður á vettvang og setur viðvörunarlímmiða á ef svo ber undir. Bíllinn er skráður inn í kerfi hjá verktaka sem hefur heimild til að fjarlægja bílinn í umboði Heilbrigðiseftirlitsins að fresti loknum.

Guðjón Ingi segir að Heilbrigðiseftirlitið geti ekki haft afskipti af vörubílnum þar sem hann er á númerum. „Sama gæti átt við um tækin ef á þeim er skoðunarmiði frá Vinnueftirlitinu sem er ígildi skoðunarmiða á bíl,“ segir hann. „Annað mál er svo samviska verktaka og hversu viðkvæmir þeir eru fyrir því að valda óþægindum eða ónæði við vinnustaði sína.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“