Fjórir núverandi leikmenn Manchester United setja „læk“ við færslu Mason Greenwood sem er nú í láni hjá Getafe á Spáni.
Greenwood hefur ekki spilað með United í átján mánuði eftir að hafa verið sakaður um gróft ofbeldi gagnvart unnustu sinni.
Málið var fellt niður fyrr á árinu en United vill ekki spila honum og ákvað félagið að lána hann.
Aaron Wan-Bissaka og Scott McTominay eru á meðal þeirra sem læka við færslu Greenwood á Instagram en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe.
Greenwood skrifaði. „Glaður með að skora mitt fyrsat mark fyrir Getafe, frábær liðsandi að ná í stig,“ sagði Greenwood eftir 2-2 jafntefli við Celta Vigo.
Greenwood hefur fengið 1,5 milljón læka við færsluna sína.