fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

„Risastór jákvæð tíðindi fyrir íslenskt samfélag“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. október 2023 13:06

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og verkalýðsleiðtogi á Akranesi, fagnar þeirri ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Vilhjálmur gerir tíðindi dagsins að umtalsefni á Facebook-síðu sinni.

„Það er mat mitt algerlega óháð því hvar fólk er statt í pólitík að þá sé ekki hægt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að ákvörðun fjármálaráðherra að segja af sér embætti séu risastór jákvæð tíðindi fyrir íslenskt samfélag,“ segir hann.

Hann rökstyður þessa skoðun sína með því að með þessari ákvörðun sendi hann skýr fordæmi um að ráðherrum beri að virða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis og annarra ríkisstofnana sem telja að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum eða góðri stjórnsýslu.

„Það hefur til þessa verið lenska hjá íslenskum stjórnmálamönnum oft á tíðum að hunsa álit Umboðsmanns og jafnvel niðurstöðu dómstóla. Með þessari ákvörðun hjá fjármálaráðherra hafa verið mörkuð ný viðmið þar sem ráðherrum ber að axla ábyrgð ef ekki er farið eftir lögum eða reglum sem gilda í þessu landi.“

Vilhjálmur bíður spenntur eftir því hvað gerist næst.

„Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða þegar álit Umboðsmanns mun liggja fyrir varðandi tímabundið bann við hvalveiðum en margir lögspekingar telja að ráðherra hafi brotið stjórnsýslulög illilega með þeirri ákvörðun sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu