Bayern Munchen hefur áfram mikinn áhuga á að fá Joao Palhinha í janúar. Telegraph segir frá.
Palhinha gekk næstum í raðir Bayern á lokadegi félagaskiptagluggans. Fulham hætti hins vegar við á síðustu stundu þrátt fyrir að Palinha væri mættur til Þýskalands. Ekki tókst að finna eftirmann hans.
Svo skrifaði miðjumaðurinn óvænt undir langtímasamning við Fulham.
Það breytir því ekki að samkævmt nýjustu fréttum ætlar Bayern að setja allt á fullt til að fá Palhinha í janúar.
Hvort það takist á eftir að koma í ljós en það er ljóst að Fulham er í sterkri stöðu með leikmanninn samningsbundinn til 2028.