fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Eva Ruza fer á kostum með Eggert, Eggert og Eggert – „Hvað gerist þegar þeir bjóða öllum með?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 9. október 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var sendur út eggjandi markpóstur, þar sem biðlað var til móttakenda að leggja herferðinni Upp Á Bak lið, sem Samgöngustofa og Vís standa fyrir. Neðangreindur tölvupóstur var sendur á valda aðila áður en, einn allra steiktasti, markpóstur ársins var sendur til þeirra. 

„Hæhæ,

Um helgina ætlum við að senda velvöldum aðilum furðulegan eggjabakka.  Sem alls ekki er hugsaður til átu. Þó gjörningurinn sé hress og skemmtilegur er málefnið alvarlegt.  Um er að ræða lið í herferð Samgöngustofu og VÍS gegn gáleysislegri notkun (ölvun, og svo framvegis) á rafskútum.Þótt þessi fararmáti sé algjörlega frábær þá þarf því miður að minna fólk á mikilvægi þess að fara eftir lögum og reglum, í von um að hægt sé að koma í veg fyrir fleiri slys.

En staðan er því miður sú að fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni síðastliðið ár eru rafskútuslys. Enn fremur er tæpur helmingur þeirra sem lenda á bráðamóttöku vegna fyrrnefndra slysa börn.Það er því til mikils að vinna að stemma stigu við þessari þróun.

Því viljum við biðja um þína aðstoð. 1. Megum við senda þér umræddan bakka með hraðsendingu heim til þín – í von um að þú finnir það hjá þér að deila mynd/myndböndum af honum að eigin vild. Það má til dæmis brjóta eggin og/eða vera skapandi.  Allt er leyfilegt (nema að borða eggin. Mælum ekki með því!) 2. Sömuleiðis ef þú værir til í að deila á þínum miðlum, frásögn, hlekk á vefsvæði www.uppabak.is eða einni af auglýsingunum yrðum við sömuleiðis verulega þakklát.Það skal tekið enn og aftur fram að rafskútur eru ekki vandamálið. Heldur óábyrg og/eða ólögleg notkun á þeim. Saman getum við breytt viðhorfi og hegðun til þessa flottu fararskjóta svo hann geti fengið að blómstra sem liður í nútíma ferðamáta.“

Móttökurnar við markpóstinum voru vonum framar og um helgina hrúguðust inn myndir og myndbönd af Eggert á djamminu á Instagram, Facebook auk þess sem verkefnið fór „víral” á TikTok.

Ein þeirra sem tók vel i verkefnið var gleðigjafinn Eva Ruza sem tók verkefnið upp á hærra stig og útbjó leikrit með markpóstinum. Myndbandið má sjá á Instagramreikningi hennar hér.

Það eru auglýsingastofan BIEN í samstarfi við Teiknara sem stendur á bak við verkefnið „Upp Á Bak”.  Vefsvæði herferðarinnar www.uppabak.is er unnið í samstarfi við Jökulá.  Aðstoð við úrvinnslu og afmörkun markhóps fyrir TikTok var í höndum PopUp. Yfir 16.000 landsmenn hafa sótt herferðarvefinn www.uppabak.is heim. Auglýsingarnar eru að ná í 800.000 spilanir á YouTube.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt