Jon Dahl Tomasson stjóri Blackburn frá Englandi hefur hringt í Age Hareide og fengið það í gegn að Arnór Sigurðsson spili bara einn leik í komandi verkefni landsliðsins.
Arnór er í hópnum sem mætir Lúxemborg og Liechtenstein í tveimur leikjum á Laugardalsvelli. Arnór hafði missti af tveimur verkefnum á undan vegna meiðsla.
Meiðslin urðu til þess að hann missti af upphafi tímabilsins með Blackburn en hann hefur komið til baka af krafti og skoraði meðal annars tvö mörk gegn QPR um helgina.
„Hann er ekki alveg heill heilsu, hann ferðast nú til Íslands og ég talaði við þjálfarann þeirra í gær. Vonandi spilar hann bara einn leik,“ segir Jon Dahl Tomasson.
„Þjálfarinn (Hareide) ætlar að gera það, ég þekki hann vel. Við viljum að hann spili og skori með okkur, ég hefði viljað halda honum hérna. Hann þarf hvíld.“
„Hann hefur spilað mikið á stuttum tíma og ég hef líklega notað hann of mikið eftir meiðslin.“