fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Vinsæll Baywatch-leikari opnar sig um hvers vegna hann hvarf úr sviðsljósinu

Fókus
Mánudaginn 9. október 2023 20:30

Newman er hér efst til vinstri á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baywatch-þættirnir sálugu nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en eins og oft vill verða hafa mismunandi örlög beðið þeirra leikara sem fóru með helstu hlutverk í þáttunum.

Á dögunum opnaði Mike Newman sig um ástæðu þess að hann hvarf algjörlega úr sviðsljósinu eftir að þættirnir hættu. Mike fór með hlutverk strandvarðar með sama nafni og lék í samtals 150 þáttum, en aðeins David Hasselhoff og Jeremy Jackson léku í fleiri þáttum en hann á sínum tíma.

Mike er í dag 66 ára en hann var aðeins fimmtugur þegar hann greindist með Parkinson‘s-sjúkdóminn. Áður en greining lá fyrir höfðu aðstandendur hans tekið eftir breytingum á honum og ráðlögðu honum að leita til læknis. Það var svo árið 2006 að Mike var greindur með sjúkdóminn.

„Það breytist allt,“ segir Mike í viðtali við People en hann er fyrrverandi slökkviliðsmaður.

Mike þótti standa sig býsna vel á skjánum en hann virðist hafa verið orðinn afhuga leiklistinni þegar hann veiktist. Hans síðasta verkefni í leiklist kom þegar lokaþáttur Baywatch var sýndur árið 2000.

„Af hverju að vera í sjónvarpi ef maður þarf þess ekki,“ segir hann við People.

Hann mun þó koma fram í heimildaþáttum um Baywatch sem sýndir verða á næstunni, en þættirnir sem um ræðir verða í fjórum hlutum. Þar mun hann ræða samstarfsmenn sína í þáttunum, sem margir voru skrautlegir, og veikindin sem hann hefur glímt við síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum