fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Pink afhjúpar hverju hún sér mest eftir – „Það voru veruleg mistök“

Fókus
Mánudaginn 9. október 2023 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirsjá þekkja flestir, enda gerum við stundum mistök, tökum rangar ákvarðanir eða þá að með aldri og aukinni visku hefðum við vilja fá að endurtaka sumt og breyta öðruvísi. Þar sem við eigum ekki tímavél er samt best að staldra ekki of lengi eða oft við slíkar vangaveltur.

Poppstjarnan Pink er engin undantekning en hún segist sjá eftir mörgu en það sé þó eitt sem stendur uppúr. Hún var í viðtali við Los Angeles Times og var beðin um að nefna hvert laga hennar væri í minnstu uppáhaldi hjá henni.

„Minnstu? Ég meina það hafa verið svo mörg. Bíddu nú við, ég gerði þetta Svamps Sveinsson dæmi. Lagið „Við erum með skyrbjúg“ (e. We’ve Got Scurvy) Ég vild óska að ég hefði aldrei gert það lag. Það voru veruleg mistök.“

Um er að ræða lag sem kom út á safnplötu byggða á teiknimyndapersónunni Svampi Sveinssyni, en platan kom út árið 2009. Þar syngur poppstjarnan bleika um það erfiðislíf sem fylgir sjómennsku.

„Gómar okkar eru svartir. Tennurnar okkar eru að detta úr okkur. Við erum með bletti á bakinu, svo syngið af öllu hjarta. Við erum með skyrbjúg. Við þurfum C-vítamín. Við erum með skyrbjúg. Við þurfum sítrónutré,“ segir í textanum. Pink gaf meira að segja út tónlistarmyndband við lagið þar sem hún var klædd í sjóræningjabúning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart