fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hart deilt um bílastæðamál í borginni eftir umdeilda dæmisögu um heimsókn til afa og ömmu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hart sé deilt um gjaldskyldu á bílastæðum í miðborg Reykjavíkur eftir að Íbúasamtök miðborgarinnar deildu dæmisögu inn í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg um helgina.

Þann 1. október síðastliðinn tóku í gildi breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar  og hafði þessi breyting töluverða kostnaðarhækkun í för með sér. Á gjaldsvæðum P1 og P2 var gjaldskyldutími lengdur til klukkan 21, bæði á virkum dögum og laugardögum og þá var tekin upp gjaldskylda á þessum sömu svæðum á milli klukkan 10 og 21 á sunnudögum.

Borguðu 2.700 krónur á sunnudegi

Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur birtu nafnlausa færslu í gær, sunnudag, sem bar yfirskriftina Innlegg frá Íbúa í Skuggahverfi. Í færslunni segir meðal annars:

„Í dag hitti ég kunningjakonu mína. Hún er ca. 10 árum eldri en ég og eignuðust þau hjónin börn seint á ævinni.

Í dag eru börn þeirra fullorðin og eru nýkomin með börn sem þau eru vön að koma með í heimsókn til ömmu og afa um helgar til að LÉTTA LUND GÖMLU HJÓNANNA.

Yngsta barn þeirra hjóna KOM Í KAFFI SUNNUDAGINN 01.10.2023 og stoppaði í smá stund með börnum sínum og þáðu þau veitingar hjá gamla fólkinu. Þegar þessari heimsókn lauk þá var stöðumælagjaldið komið í ca. 900 kr. Takið eftir þetta var á sunnudegi!“

Í færslunni segir svo að amman og afinn hafi endilega viljað fá þau í kvöldmat um kvöldið til sín, sunnudagskvöldið klukkan 18 sem þau þáðu. „Því hægt var að sjá á ömmunni og afanum, að þau hefðu þörf á félagsskap barna sinna og barnabarna. Þau eru löngu hætt að vinna og hefur það verið hefð að fara í heimsókn til ömmu og afa um helgar og af og til eftir vinnu,“ segir í færslunni og bent á að stöðumælagjaldið sé til klukkan 21 alla daga vikunnar á umræddu svæði.

Þá segir í færslunni að þegar gestirnir hafi verið búnir að vera í heimsókn í tæplegar þrjár klukkustundir hafi foreldrið þurft að huga að því að færa bílinn, því ekki megi leggja lengur en í þrjár klukkustundir. Þannig hafi verið ákveðið að stoppa skemur en til stóð og amman og afinn kvödd.

„ÞEGAR ÞESSARI SEINNI HEIMSÓKN LAUK, VAR STÖÐUMÆLAGJALDIÐ KOMIÐ UPP Í CA. 1.800 KR. Fyrir þessar heimsóknir var búið að borga fyrir stöðumæli ca. 2.700 kr. fyrir einungis þessar tvær heimsóknir og ÞAÐ Á SUNNUDEGI,“ segir meðal annars.

Bent er á að fólk á öllum aldri hafi þörf á samskiptum og návist við annað fólk og snjallsímar komi ekki í staðinn. Er ákvörðun borgarinnar um þessa breytingu á gjaldskyldu harðlega gagnrýnd.

Tala ekki fyrir mína hönd, segir Margrét

Fjölmargir hafa lagt orð í belg í umræðum undir færslunni, þar á meðal eru nafntogaðir íbúar miðborgarinnar. Flestir sem tjá sig virðast á allt annarri skoðun en greinarhöfundur Íbúasamtaka miðborgarinnar og telja að breytingin hafi einungis haft jákvæð áhrif.

„ATH Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur – sem hér pósta nafnlaust en samt með voðalega persónulega sorgarsögu – stjórna ekki þessum hópi og tala ekki fyrir mína hönd sem íbúa í Miðborg,“ segir fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, birtir sjálf langa flökkusögu og reynir að slá á létta strengi. Hildur segir svo:

„Hér eru íbúasamtök í hverfinu mínu að pósta (nafnlaust) einhverri random rúnksögu um aumingja (einnig nafnlausa) gamla fólkið sem þráir bara gesti og einhver hefur kannski heyrt af. Ef þetta stórundarlega upphafsinnlegg á erindi hingað inn, þá eiga svör með álíka flökkusögum líka erindi.“

Egill Helgason fjölmiðlamaður blandar sér einnig í umræðuna og segir einfaldlega að gjaldskylda sé til mikilla bóta.

Viðar vill gjaldskyldu víðar

Viðar Eggertsson, leikstjóri og leikari, er sama sinnis og segir að gjaldskyldan hafi verið til bóta. Hann rifjar upp að þegar hann bjó í Þingholtsstræti á sínum tíma hafi verið erfitt fyrir íbúa að finna bílastæði vegna nemenda MR og Kvennaskólans sem tóku öll stæði frá því snemma á morgnana og fram undir miðjan dag.

„Við tókum þá höndum saman íbúarnir og söfnuðum undirskriftum til borgarinnar um aðgerðir. Við vissum að þær þýddu gjaldskyldu í götunni og að við gætum fengið íbúakort,“ segir hann og bætir við að þetta hafi gengið eftir. Engir erfiðleikar væru með bílastæði í götunni eftir það og íbúar verið ánægðir með breytinguna.

„Nú bý ég við Laufásveg þar sem engin gjaldskylda er og oft erfitt að finna stæði. Er að hugsa um að safna undirskriftum að nýju, nú vegna Laufásvegar sunnan við Skothúsveg,“ segir Viðar.

Kona sem búsett er í miðborginni segist vera mjög ánægð með breytinguna. Nú geti hún komið heim úr vinnu á föstudögum og laugardögum og fengið stæði heima hjá sér. Áður hafi öll stæði verið þéttsetin af bílaleigubílum sem hreyfast ekki alla helgina.

„Gestum vísa ég í bílastæðahúsið handa við hornið sem er nóg pláss í og engin tímatakmörk á eða að leggja bara aðeins lengra frá þar sem svæði P3 byrjar og labba 5-10 mínútna leið. Það er hægt að keyra upp að húsinu og týna út börn og farangur og fara svo og leggja bílnum aðeins fjær,“ segir konan.

„Ömurlegt“ segir fyrrverandi ráðherra

En það eru ekki allir talsmenn þess að lengja tímabil gjaldskyldu í miðborginni. „Ömurlegt,“ segir Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, við færslu íbúasamtakanna.

Amma sem er búsett á Skólavörðustíg segist óttast að vinir og ættingjar hætti að koma í heimsókn þegar það fer að kosta þá svona mikið. Í annarri athugasemd segir íbúi á svæðinu:

„Mér finnst þetta algjörlega óásættanlegt ! Íbúar á þessum svæðum greiða mjög há fasteignagjöld og fá engan skilning eftir búsetu í miðborginni í áratugi jafnvel. Borgin tekur aldrei sönsum og passar að sínir toppar hafi sín stæði, ekki eitt heldur nokkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“