Paul Pogba ætlar að láta rannsaka öll krem og bætiefni á heimili sínu til að reyna að verjast yfirvonandi banni frá knattspyrnu.
Pogba verður í dag ákærður fyrir brot á reglum eftir að hafa fallið á lyfjaprófi . Pogba miðjumaður Juventus féll aftur á lyfjaprófi þegar ákveðið var að prófa hann aftur eftir að hafa fallið á fyrsta prófinu.
Pogba var tekinn í lyfjapróf eftir leik Juventus og Udinese þann 20 ágúst. Pogba var ónotaður varamaður í leiknum en gríðarlegt magn af testósterón var í líkama hans og mældist það í prófinu.
Pogba telur sig ekki hafa gert neitt ólöglegt og samkvæmt fréttum ætlar hann að reyna að verjast þessu og telur sig ekki hafa gert neitt ólöglegt.
Pogba hefur farið með öll bætiefni og krem í rannsókn, einnig bætiefni frá konu sinni sem hann óttast að hafi eitthvað blandast við hans dót.