fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Segir að Wagnerhópurinn hafi ætlað að ræna völdum í Moldóvu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. október 2023 08:00

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski málaliðahópurinn Wagner hafði undirbúið valdarán í Moldóvu. Gengu áætlanir hópsins út á að múta kjósendum og blanda sér í mótmæli gegn ríkisstjórn landsins og beina þeim í átt að ofbeldi.

Þetta sagði Maia Sandu, forseti Moldóvu, í samtali við Financial Times.

Hún sagði að samkvæmt upplýsingum stjórnvalda þá hafi Yevgeny Prigozhin og samstarfsmenn hans skipulagt valdaránið.

Eitt af markmiðum þess var að bola Sandu úr embætti. Hún sagði að Prigozhin og hans menn hafi skipulagt valdaránið fyrr á árinu.

Moldóva á landamæri að Úkraínu og var áður hluti af Sovétríkjunum eins og Úkraína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum