Þetta sagði Maia Sandu, forseti Moldóvu, í samtali við Financial Times.
Hún sagði að samkvæmt upplýsingum stjórnvalda þá hafi Yevgeny Prigozhin og samstarfsmenn hans skipulagt valdaránið.
Eitt af markmiðum þess var að bola Sandu úr embætti. Hún sagði að Prigozhin og hans menn hafi skipulagt valdaránið fyrr á árinu.
Moldóva á landamæri að Úkraínu og var áður hluti af Sovétríkjunum eins og Úkraína.