fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hryllingslæknirinn fannst látinn

Pressan
Mánudaginn 9. október 2023 09:00

George Tyndall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku fannst bandaríski kvensjúkdómalæknirinn George Tyndall látinn á heimili sínu í Los Angeles. Lögmaður hans skýrði frá þessu og sagði að vinur Tyndall hafi komið að honum látnum.

Ekki hefur verið skýrt frá dánarorsökinni en Tyndall var 76 ára þegar hann lést. Á næsta ári átti að taka mál hans fyrir hjá dómi en hann hafði verið ákærður fyrir að hafa misnotað rúmlega 100 sjúklinga kynferðislega. Hann átti ævilangt fangelsi yfir höfði sér.

Á 27 árum leituðu 400 konur til lögreglunnar í Los Angeles vegna framferðis Tyndall. Rúmlega 100 þeirra kærðu hann fyrir kynferðislega misnotkun.

Fyrir fjórum árum var hann ákærður fyrir að hafa í minnst 16 tilfellum misnotað ungar konur kynferðislega á læknastofu sinni í háskólanum þar sem hann starfaði. Þegar stúdínur komu á stofuna til hans í rútínuskoðun snerti hann þær á óviðeigandi hátt og lét óviðeigandi ummæli falla að þeirra sögn.

Nú virðist sem konurnar muni aldrei sjá réttlætið ná fram að ganga í máli læknisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni