Stórleikur helgarinnar á Englandi var engin frábær skemmtun en Arsenal og Manchester City mættust í kvöld.
Bæði lið gátu komist á toppinn með sigri en lengi stefndi í markalaust jafntefli í London. Arsenal hefði þó þurft að vinna með tveimur mörkum.
Það var þar til á 86. mínútu er varamaðurinn Gabriel Martinelli skoraði eina markið fyrir heimamenn.
Martinelli hafði byrjað leikinn á bekknum en þakkaði traustið og tryggði mikilvægan heimasigur.
Arsenal er með 20 stig á toppnum líkt og Tottenham og eru liðin með sömu markastölu.
🚨🚨| GOAL: MARTINELLI SCORES IN THE 86TH MINUTE.
Arsenal 1-0 Manchester City
— CentreGoals. (@centregoals) October 8, 2023